143. löggjafarþing — 8. fundur,  14. okt. 2013.

bætt lífskjör.

[15:23]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um það að það stendur ekkert annað til en að vinna með þessum aðilum sem og öllum öðrum sem eftir því leita að því að gera okkar góða samfélag eins og gott og það mögulega getur orðið og það veit sá sem allt veit að sú sem hér stendur ætlar að gera sitt til þess að svo megi verða.

Ég held að við verðum að hafa það í huga að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eru ekki andstæður. Opinber þjónusta heitir opinber þjónusta vegna þess að það er þjónusta sem hið opinbera veitir borgurunum. Þetta er samstarfsverkefni og ég ítreka að það er fullur vilji til samstarfs um allt það sem við getum gert til þess að bæta hér umhverfi atvinnulífsins og lífsgæðin hér á Íslandi.