143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

áætlanir um fækkun sjúkrabifreiða.

[15:37]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ástæða þess hvernig þetta mál er vaxið er samningur milli velferðarráðuneytisins og Rauða kross Íslands sem gerður var á árunum 2010 og 2011. Þar var nákvæmlega sagt fyrir um hvernig ætti að vinna þetta mál til enda. Ég kann engar skýringar á því hvers vegna drátturinn á þessu hefur verið sá sem raun ber vitni, en ég ítreka enn og aftur að ég áskil mér allan rétt til að fara yfir þetta mál. Það er alveg sama hvernig ég horfi til þess, ég kem ekki auga á þann mikla sparnað sem af þessu á að leiða. Það segir mér — (KLM: Hver tilkynnir þetta núna?) Fyrirgefðu? (KLM: Hver tilkynnir þetta núna? Hver setur þetta í gang?) Þetta er bara í gangi samkvæmt kröfulýsingu og samningi milli Rauða krossins og ráðuneytisins sem var gerður fyrir löngu eins og ég er búinn að upplýsa hv. þingmann hér um.

Viðleitni þess sem hér stendur snýr að því núna að vinda ofan af ruglinu (KLM: Gott.) sem er á sumum stöðum og ég vænti þess að hv. þingmaður dragi til baka fullyrðingu sína um að sá sem hér stendur hafi tekið þessa ákvörðun. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)