143. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2013.

um fundarstjórn.

[14:06]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mér þykir mjög miður ef ég hef sært hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Ég nefndi hann ekki á nafn. Ég hef hlustað á viðtöl, ég hef vissulega ekki lesið alla bók hans, en mér hefur fundist þeir fara mikinn eins og ég sagði í ræðu minni. Mér hefur hvorki fundist þetta vera stjórnmálaumræðu né stjórnskipun landsins til framdráttar hvernig talað hefur verið. Mér finnst furðulegt hvernig hann leyfir sér að tala hér og sé ekki að ég mæti illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á við. Hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir en ég sé ýmsar konur bera svarta hrafna sem men; ég veit ekki hvort ég þarf að ná mér í eitt slíkt til að verða tekin hér gild.