143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

matvæli.

110. mál
[14:53]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Valgerði Gunnarsdóttur að benda okkur á að það er einmitt mikilvægt að skilgreint sé hvaða efni við notum sem komast í snertingu við matvæli. Það er rétt að sum efni eru grunuð um að hafa ýmiss konar óæskileg áhrif á líf okkar mannanna. Þess vegna er mikilvægt að það séu einhverjir sem horfa yfir öxlina á hinum ýmsu dreifingaraðilum og innflutningsaðilum til þess að tryggja að við högum okkur í samræmi við það og miðað við bestu fáanlega þekkingu á hverjum tíma.