143. löggjafarþing — 19. fundur,  11. nóv. 2013.

beiðni þingmanna um upplýsingar.

[15:09]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þann málflutning sem hér hefur farið fram. Það er mjög mikilvægt yfir okkur að hlutverk forseta sé alveg skýrt, því að þetta er ekki í síðasta skipti sem við eigum eftir að biðja um gögn. Það verður að vera alveg á hreinu hvort við eigum rétt á þeim eða ekki og hvort skila eigi þeim innan tilskilins tíma.

Ég spurði hagræðingarhópinn í ágúst hvort ekki væri eðlilegt að hann mundi kynna fjárlaganefnd niðurstöðurnar. Það stóð ekkert á því þá. Svo skildist mér á nefndarmönnum að þeir hefðu lokið starfi sínu fyrir nokkru og þetta væri í höndunum á forsætisráðuneytinu. Þannig var það alla vega orðað við okkur, þetta væri ekki lengur á þeirra ábyrgð þannig að við þyrftum að fara fram á þetta við þá forsætisráðuneytið. Mér finnst þetta því vera frekar óskýr svör sem hér eru að berast.