143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:36]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í dag erum við með nokkuð góðan kortagrunn. Ég hef keyrt talsvert mikið á hálendi Íslands, uppi á Vatnajökli. Tökum bara Þeistareykjasvæðið sem dæmi, þar er gríðarlega góður kortagrunnur. Það breytir því ekki að menn keyra engu að síður utan vegar þannig að kortagrunnurinn sem slíkur kemur ekki í veg fyrir utanvegaakstur.