143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu.

[15:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil fagna yfirlýsingu hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur í gær um að von sé á tillögum um skuldaleiðréttingar á allra næstu dögum. Beðið hefur verið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu, tugþúsundir heimila í landinu glíma við skuldavanda og binda sannarlega vonir við þær tillögur og mikilvægt að þær komi fram hið fyrsta og að því fólki sé rétt sú hjálparhönd sem það sannarlega þarf og hefur verið kallað eftir.

Ég vil nota tækifærið og spyrja hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra: Telur hann að seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur Seðlabankans séu að beita sér pólitískt á nefndarfundum Alþingis? Telur hann að Seðlabanki Íslands sé að beita sér gegn framgangi stjórnarmálefna eins og tillagna í skuldaleiðréttingum?