143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

Orkuveita Reykjavíkur.

178. mál
[17:15]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Jón Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Það hefur þegar komið fram ósk um að málið gangi til nefndar á milli umræðna og ég ætla að taka undir það. Ástæðan fyrir því að ég tek undir það er að þær ábendingar sem komu fram áðan hjá hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni um svigrúmið sem myndast í rekstri fyrirtækisins við þessa löggjöf hafa ekki komið fram áður við umfjöllun nefndarinnar um málið. Ég tel eðlilegt að nefndin taki það til umfjöllunar, skoði hvort ástæða sé til að bregðast við. Það er á þeirri forsendu sem ég styð að málið komist til nefndar á milli umræðna.