143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

fjárfesting í nýsköpun.

[15:09]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður nefnir nokkrar þjóðir sem farið hafa þessa leið og við eigum að miða okkur við það. Ég vil benda hv. þingmanni á að allar þessar þjóðir hafa það að markmiði að stefna að hallalausum fjárlögum. Það þarf að ná því fyrst áður en við getum farið að auka fjármagn til ýmissa góðra verkefna. Við erum með verkefni úti um allt sem við vildum leggja rækt við. En ég vil ítreka að einmitt vegna þess — ég hef farið og heimsótt sprotafyrirtæki, gert mikið af því frá því að ég tók við mínu núverandi embætti, og hef rætt við forsvarsmenn þessara fyrirtækja og innt þá eftir því hvað virkar og hvað ekki. Það er nákvæmlega það að það virkar, Tækniþróunarsjóður, skattaívilnanir fyrir rannsóknir og þróun. Ég vek athygli á því að þær eru óbreyttar milli ára. — Þær eru víst óbreyttar milli ára, 20% hlutfallið er óbreytt á árinu (Forseti hringir.) 2014, sama hversu mikið þingmaðurinn hristir höfuðið. Það er einmitt út af því (Forseti hringir.) sem verið er að styðja við bakið á þessu. Ég ítreka aftur að það er aukning frá því sem var fyrir fjárfestingaráætlun.