143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[14:42]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Undir þessum lið um fundarstjórn forseta tek ég undir með þeim sem hér hafa talað um hvernig skipulagið á að vera í þinginu í framhaldi af þeim tíðindum sem við fáum, að enn sé verið að búa til breytingartillögur. Ríkisstjórnin er enn að vinna með breytingar við fjárlagafrumvarpið en samt sem áður er talað um að hér eigi 2. umr. að hefjast á fimmtudaginn. Ég get ekki séð að það geti gengið því að auðvitað þurfum við í fjárlaganefnd að fá að fara í gegnum breytingartillögurnar, kalla inn gesti og skrifa okkar nefndarálit. Ég vona svo sannarlega að það sé ekki planið að fara í 2. umr. fjárlaga á fimmtudaginn.