143. löggjafarþing — 34. fundur,  12. des. 2013.

fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta.

233. mál
[01:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þetta frumvarp getur þýtt að fjöldi manns geti gengið frjálsari inn í framtíðina. Þessu ber að fagna. Ég vil þó gera eina athugasemd við það að umboðsmaður skuldara eigi að meta það hvort fólk fái þetta tækifæri, mig langar að vara við því, ég hef að minnst kosti heyrt margar sögur af því hvernig mat umboðsmanns skuldara hefur verið misjafnt og hálfeinkennilegt. Til þess að þetta frumvarp leiði til raunverulegra lausna fyrir sem flestra taki þá hafi hæstv. ráðherra það hliðsjónar en það er gott að í þessu frumvarpi sé hægt að kæra ákvörðun umboðsmanns skuldara til ráðherra, þannig að ráðherra hefur enn þá lokaákvörðunarvaldið, þ.e. hvernig ráðherra hefur hugsað það að geta gripið inn í ef umboðsmaður skuldara tefur fyrir eða skemmir fyrir tilgangi þessara laga. Ég vona að þetta verði fjöður í hatt hæstv. ráðherra.