143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð þessa tillögu eins og aðrar tillögur og atriði er koma fram frá ríkisstjórnarmeirihlutanum. Mig langar einfaldlega að vekja athygli á því að fram kom í allri umræðunni um þetta mál, bæði af hálfu Evrópusambandsins og eins í íslenskum fjölmiðlum, að sú aðlögun sem átti sér stað var aðlögun, verið var að aðlaga íslenskt samfélag að Evrópusambandinu. Það hefur komið fram í þessari umræðu og fullnaðarsigur hefur unnist í þeirri rökræðu sem átti sér stað í heil fjögur ár um hvort það væri rétt eða ekki.