143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga minni hluta fjárlaganefndar er af svipuðum toga og sú sem var verið að afgreiða hér rétt áðan en hún fjallar um húsaleigu eða kostnað sem heilbrigðisstofnanir þurfa að bera vegna samninga um húsaleigu. Samskipti höfðu verið um þetta milli velferðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis fyrr á þessu ári en þarna er um að ræða 140 millj. kr. Ef þess verður krafist af heilbrigðisstofnununum að greiða þessar 140 millj. kr. mun þetta fara yfir sem halli á næsta ári. Í rekstri sínum höfðu stofnanirnar gert ráð fyrir því að skera ekki niður þjónustu við íbúa út af þessu enda höfðu fyrirheit verið gefin um að það þyrfti ekki. Ef þetta verður ekki samþykkt erum við að tala um halla á heilbrigðisstofnunum, sem er þó nokkur fyrir, og við þurfum að hafa áhyggjur af vegna þjónustu við íbúa á næsta ári.