143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:34]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef sagt að það væri óskandi að heimild væri fyrir því og nægt fjármagn í Atvinnuleysistryggingasjóði til að hægt væri að greiða út desemberuppbót. Það er í höndum Alþingis að kanna hvort það er svigrúm til þess. Ég veit að hv. fjárlaganefnd hefur farið yfir þetta mál. Það er þröngt í búi og það er verið að setja fjármuni, eins og kemur fram í breytingartillögunum, í ýmsa þætti eins og menntakerfið, skuldamálin og ýmislegt annað.

Þingið ræður þessu. Ég virði þá niðurstöðu sem kemur frá meiri hluta fjárlaganefndar og hef skilning á henni. Málið fer síðan aftur inn í nefnd milli 2. og 3. umr. og ég mun að sjálfsögðu líka virða niðurstöðuna sem kemur þá. Ég mun greiða atkvæði gegn þessari tillögu.