143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:36]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góð orð í minn garð. Það er alveg rétt að ég er búin að tala svolítið fyrir þessu máli og fer að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á virðisaukaskattslögum þar sem þetta kemur inn sem fast ákvæði þannig að ekki þurfi að setja heimildargrein á hverju einasta ári því að það er mjög leitt þegar svona lagað fellur niður, enda er ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða. Rætt hefur verið að þetta gæti kannski slegið í milljón eða eitthvað slíkt en þetta skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli fyrir þá sem um ræðir og þurfa að leggja út fyrir slíku. Ég hvet hv. þingmenn til að greiða málinu atkvæði þegar það kemur hingað inn.