143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[01:29]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er akkúrat það sem ég hafði á orði í dag, að Helguvík hafi verið inni í áætlunum og einhvern veginn hafi menn talið að það verkefni væri eitthvað sem væri að koma. En eins og hv. þingmaður sagði kom loksins svar frá þeim sem kannski — ja, ég veit ekki — síst var von á, en í sjálfu sér ágætt að það gerist á þessum tíma því að þá gefst fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd tækifæri til að endurskoða forsendur frumvarpsins. Það er auðvitað alveg ljóst að þetta spilar stóran þátt í því hvernig menn telja að forsendur til hagvaxtar verði hér á næsta ári, það liggur alveg fyrir. Ég tel því að þetta hljóti líka að koma þar inn aftur, getur eiginlega bara ekki annað verið, og menn þurfi þá að huga að því hvort við séum að fara hér fram með frumvarp (Forseti hringir.) sem er ásættanlegt.