143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:34]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Tillögur stjórnarmeirihlutans, sem lúta að fjárhag Ríkisútvarpsins, verður að skoða heildstætt. Svo flókin er reyndar fléttan, hækkun hér og lækkun þar, að það þarf nánast dulkóðunarlykil til að skilja skýringartexta sem fylgir með frumvarpinu um áformin gagnvart RÚV ohf. Okkur hefur hins vegar tekist að ráða í dulmálið og út kemur að til stendur að skerða og veikja rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins. Því erum við andvíg og greiðum atkvæði gegn því.