143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:29]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur fyrir. Orðið „þjóðargjaldþrot“, það er nú aðallega komið til vegna þess að það segir sig sjálft að ef ein þjóð safnar endalausum skuldum og greiðir þær aldrei niður þá endar það á einn veg, og þetta var nú bara til komið vegna þess.

Varðandi veiðigjöldin þá vil ég segja að þessi gjöld, veiðigjöldin, verða væntanlega endurskoðuð í vetur, þetta var bara framlengt, sérstöku veiðigjöldin voru bara framlengd um eitt ár, þannig að þetta verður endurskoðað í vetur og við skulum sjá hvernig það endar.

Varstu ekki með eina spurningu í viðbót? (Gripið fram í.) Já, alveg rétt, hvort við værum samstiga um tillögurnar. Ég veit ekki betur en svo sé. Ég hef alla vega ekki heyrt um neinn í stjórnarflokkunum sem setur sig upp á móti þessu. Ef svo er veit ég ekki um viðkomandi einstakling.