143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:38]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir spurninguna. Það lá alveg fyrir að lögin sem búið var að setja voru óframkvæmanleg vegna þess, eins og hún segir réttilega sjálf, að upplýsingarnar fengust ekkert úr stjórnkerfinu, það var ekki hægt að ná í þær.

Ég set líka spurningarmerki við töluna sem hún nefndi hér, hvað þetta þýðir varðandi tapaðar tekjur. Ég hef ekki heyrt þá tölu áður og ég held að það sé stórlega ofmetið hjá henni. Ég held að í raun, og það hefur reyndar komið fram hjá ráðherrum ríkisstjórnar, feli þetta ekki í sér neina tekjuskerðingu.