143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[12:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Því miður verður svarið að vera nei. Ég hef ekki fundið fyrir mikilli viðleitni til að vinna á þverpólitískan hátt saman að brýnum málefnum. Við erum enn í ákveðinni rústabjörgun. Eins og ég sagði áðan var maður farinn að finna fyrir einhverjum botni og svo finnst manni maður byrjaður að sökkva ofan í þetta falska gólf.

Ég tek samt undir með þingmanninum varðandi það að það er hægt að hjálpa þeim sem hér búa og öðrum sem eiga bágt. Af hverju er okkar sameiginlega auði misskipt svona? Mér finnst það svo skringilegt.