143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:16]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í rauninni er tilefnið ekki lengur til staðar því að hv. formaður fjárlaganefndar hefur sett sig á mælendaskrá. Ég verð að segja að mér finnst það grundvallarmál, og alveg grínlaust, þegar við óskum eftir upplýsingum um niðurskurð af þeirri stærðargráðu sem Vinnumálastofnun ætlaði að ganga í gegnum að við fáum skýringar á því hvað það er sem vakir fyrir fjárlaganefndinni og stjórnarmeirihlutanum. Við verðum að að fá upplýsingar um það.