143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:34]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er fagnaðarefni að svigrúm gefst til að lækka tekjuskatt fólks á næsta ári. En ólíkt ríkisstjórninni sem leggur til að hann verði einkanlega lækkaður á hátekjufólki er það tillaga okkar í Samfylkingunni að tekjuskattslækkunin komi fyrst og fremst þeim til góða sem eru á tekjubilinu 250–600 þús. kr., fólki á lágum launum og með meðaltekjur í landinu sem mestar byrðar hefur borið á síðustu erfiðleikaárum og á fyrst að njóta þess nú þegar loksins birtir af degi.