143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:58]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara benda þingheimi á að í tillögum meiri hlutans er lagt til að hefja raunverulega jöfnun upp á 304 millj. kr. og verði það gert í þremur áföngum. Það mun m.a. skila því að það er minni þörf á húshitun. Þetta er frumvarp sem hæstv. iðnaðarráðherra hefur lagt fram og er stefna ríkisstjórnarinnar að jafna að fullu raforkukostnað heimila í dreifbýli.

Þar að auki eru lagðar til 50 millj. kr. til frekari lækkunar húshitunarkostnaðar, þ.e. um 354 millj. kr. sem er talsvert hærra en sú tillaga sem hér kemur fram. (LRM: Það er ekki rétt. Það er allt annað.) Hér gerir ríkisstjórnin betur vegna þess (Gripið fram í.) að sú jöfnun sem fram fer (LRM: Þetta er ekki rétt, Sigurður.) mun lækka þörfina á húshitunarkostnaði. (LRM: Þetta er ekki rétt, Sigurður.)