143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sérstaklega að okkur í meiri hlutanum tókst að forgangsraða í þágu heilbrigðis allra landsmanna. Frumvarpið tók miklum breytingum á milli 1. og 2. umr. og grunnstoðum okkar hefur verið hlíft. Mikilsvert er að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og skila fjárlögum hallalausum.

Í alþingiskosningum í vor var kosið um þá stefnu og forgangsröðun sem við kjósum um hér í dag. Ég óska okkur öllum til hamingju með nýja framtíðarsýn og -stefnu fyrir íslenska þjóð. (Gripið fram í: Noh.)