143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:41]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem kom fram áðan þegar við vorum að greiða atkvæði um útflutning íslenskrar tónlistar að það er vel að þetta er sett inn aftur, eins og svo margt annað sem við höfum þó náð fram hér til hins betra með góðri umfjöllun, bæði innan þingsala og með þrýstingi utan frá.

Varðandi staflið 25 a., Íþróttasamband fatlaðra, er mér það mikil ánægja að sjá þetta rata inn aftur því að það þýðir að tveir fararstjórar geta farið með þeim fötluðu íþróttamönnum sem eru að fara á Ólympíuleika eftir áramót.