143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:48]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í dæmaskyni er ágætt að horfa á þennan lið, fjárveitingar til rannsókna til að auka verðmæti sjávarfangs, sem dæmi um þá yfirveguðu stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr verðmætaframleiðslu okkar, draga úr rannsóknum og þróun, draga úr tækifærum til að auka þekkingu og verðmæti þess sem við erum að vinna. Engin atvinnugrein á meira undir rannsóknum, þróun og fjárfestingu í þekkingu en sjávarútvegurinn.

Hérna sjáum við skýrt að það er engin tilviljun hvernig forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er. Það er skorið niður alls staðar við þessi uppbyggingarverkefni. Það er hættulegt að éta útsæðið með þeim hætti sem ríkisstjórnin virðist hafa einsett sér að gera.