143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[10:38]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég tel ástæðu til að vekja athygli á þessu sama, hér tekur stjórnarmeirihlutinn í raun og veru aftur það sem hann er nýbúinn að gefa millitekjufólki í landinu. Svona er þetta stundum, og mjög oft sýnist mér, að á einum stað er farið í ívilnandi aðgerðir með pompi og pragt og með hinni hendinni er síðan farið í íþyngjandi aðgerðir til að taka ágóðann allan til baka. Við erum á móti þessu.