143. löggjafarþing — 49. fundur,  14. jan. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

237. mál
[15:16]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Áður en lengra er haldið ætti ég kannski að spyrja hv. þingmann hverjar skýringarnar eru á því að skýrslunni var skilað inn í ráðuneytið — ef mig misminnir ekki sat hún þar á þeim tíma, í desember 2011 — án þess að nokkuð væri gert með hana.

Ástæða þess að verið er að jafna innan kerfisins er sú að í þeirri skýrslu og í þeim tillögum sem starfshópurinn lagði til á þeim tíma var einnig verið að taka á húshituninni, niðurgreiðslu til húshitunar, og verið að leita fjármögnunar á öllu því kerfi. Við erum hér að lækka og jafna dreifingu raforku milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þá var talið skynsamlegt og rétt, til að ná þeim markmiðum, að gera það innan kerfisins. Það er svarið við þeirri spurningu.