143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

lánshæfismat og traust.

[10:51]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það eru líklega skammstafanir í útlöndum sem segja ekki satt. Ég vitnaði ekki einungis í Reuters, bara til að hafa sagt það, hæstv. ráðherra, og ég bið hann að lesa það sem kemur til dæmis fram á International Finance Review. Þetta er ekki þannig að ráðherrann geti ákveðið sisvona að þetta sé satt en hins vegar, ef hann er svona sannfærður um að hér sé um rangfærslur að ræða af hálfu erlendra fjölmiðla, ekki eins heldur fleiri og ekki bara núna heldur líka áður, hvað ætlar hann þá að gera til að leiðrétta það? Hyggst hann gera það?

Og af því að hér hefur verið talað um kjarasamninga sem hafa verið felldir, það er líka til þess fallið að draga úr trausti á stjórnvöldum eins og hefur verið rakið. Ég tek undir með hv. þingmanni sem talaði áðan, Helga Hjörvar. Það hefði nefnilega verið skárra og komið öllum til góða að lækka lægsta þrepið en ekki bara það í miðjunni.

Hann talaði um uppnám í stöðugleikasáttmála á síðasta ári. Við erum fram undan með opinbera samninga í uppnámi. Kennarar hafa boðað að þeir ætli að setja sína samninga til sáttasemjara. Hvað ætla stjórnarflokkarnir (Forseti hringir.) til dæmis að gera til að tækla kjarasamninga opinberra starfsmanna, því að ekki koma þeir til með að ganga út frá því sem hér hefur verið fellt í gær?