143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:28]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórn sem tekur ákvörðun um að beita afli sínu til að knýja það í gegn að fá 66,6% atkvæða inn í stjórn Ríkisútvarpsins; hvaða áætlanir er hún með um það að beita því afli þar innan húss? Það hlýtur að vera stóra spurningin sem við skiljum hér eftir í dag og þau í raun skilja eftir hjá okkur og hjá þjóðinni.

Virðulegi forseti. Þegar hæstv. forsætisráðherra kom hér upp áðan var ég að vona að hann talaði í anda sátta, talaði í anda þeirra sjónarmiða sem hann flutti í ræðu sinni um áramótin í Ríkisútvarpinu. En það gerði hann ekki. En hann á enn tækifæri vegna þess að hann á eftir aðra ræðu. Hér er myndavél og hér er fáninn fyrir aftan hann. Það er því auðvelt fyrir hann að hrökkva í gírinn, sáttagír áramótanna, koma hér upp í ræðustól og höggva á þennan hnút og rétta okkur fram sáttarhönd, þær sættir sem hann hefur boðað en ekki enn staðið við. (Gripið fram í: Koma svo …)