143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:31]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sem sagt var áðan einmitt, hver eru hin raunverulegu rök? Þau hafa aldrei komið fram. Hér sýnir hæstv. forsætisráðherra yfirlæti með því sem hann segir. Þetta er auðvitað ekkert annað en valdhroki að þurfa að vera með slíkan fjölda í útvarpsráði sem menn segja væntanlega að tilheyri ríkisstjórnarflokkunum. Af hverju í ósköpunum er Framsóknarflokknum svona í mun að koma einum manni inn? Er það vegna þess að núverandi stjórn sem situr í Ríkisútvarpinu er ekki treystandi?

Hér ræddi hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra áðan um að hann treystir þeim sem tækju þar sæti mjög vel, þeim lista sem ríkisstjórnin leggur fram. En þýðir það þá að hann treysti ekki (Forseti hringir.) þeim aðilum sem hann hafði samt til samráðs til að ráða nýjan útvarpsstjóra?