143. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:56]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa ræðu. Mig langar að spyrja hv. þingmann sérstaklega út í atriði sem snúa að aðildarviðræðunum. Hv. þingmaður segist vera mótfallinn Evrópusambandsaðild og að flokkur hans sé mótfallinn Evrópusambandsaðild en vilji engu að síður, líkt og Norðmenn gerðu á sínum tíma, ljúka aðildarviðræðum til þess að bera samning undir þjóðina.

Noregur sótti um aðild að ESB árið 1962, 1967, 1969 og 1992. Í framhaldi af því felldu þeir samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan voru gerðar breytingar á aðildarferli Evrópusambandsins. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi kynnt sér þær breytingar sem þar voru gerðar og raktar eru í skýrslunni. Telur hv. þingmaður ekki að t.d. með opnunar- og lokunarviðmiðum, aukinni aðlögun á samningstíma, (Forseti hringir.) eins og rakið er hér, breyti dálitlu um stöðu þessa máls í dag, þ.e. að (Forseti hringir.) geta sótt um aðild, verið á móti Evrópusambandinu (Forseti hringir.) og keyrt málið til enda og ætla að setja það í þjóðaratkvæðagreiðslu?