143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

stjórnartillaga um slit aðildarviðræðna við ESB.

[15:47]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta það sem hann sagði áðan, hann er mjög reiðubúinn að greiða fyrir því að ESB-tengd mál komist á dagskrá þingsins. Hann hefur reyndar hlotið ámæli fyrir að vera fullfljótur til að koma slíkum málum á dagskrá en vill hins vegar árétta að hann er tilbúinn að greiða fyrir því að þessi mál komist á dagskrá þingsins.

Forseta var ekki ljóst, þó að hann hefði lesið það upp áðan, að máli sem hv. þingmaður vísaði til hefði verið útbýtt. Það liggur fyrir og forseti mun skoða það við undirbúning þingdagskrárinnar á morgun.