143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

þingleg meðferð skýrslu um ESB.

[16:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil eins og hv. þm. Katrín Júlíusdóttir spyrja um framhald vinnu í þinginu með þessa skýrslu, sem er grundvallarplagg og beðið hefur verið eftir, bæði af hv. þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu.

Ég er fyrst á mælendaskrá nú á eftir þegar málið kemst aftur á dagskrá. Mér finnst mikilvægt að fá úr því skorið áður en ég tek til máls hvernig farið verður með skýrsluna, hvort eðlileg þingleg meðferð verði þar á ferð, að hún verði tekin á dagskrá í nefnd, nefndarálitið verði síðan tekið til umræðu hér í þingsal.

Virðulegur forseti. Ég vænti þess að fá svör við þessu áður en umræðan hefst að nýju.