143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek bara undir orð þeirra sem komið hafa hingað upp áður um að við slítum fundi þar sem ég hef enga trú á því nú frekar en fyrr að úr þessu verði efnisleg umræða umfram það sem komið er. Hér var á tímabili mjög áhugaverð umræða með nýjum rökum og nýjum efnisatriðum frá hv. 3. þm. Suðvest. Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Það fór auðvitað allt í bál og brand eins og gengur og gerist þegar fólk talar saman.

En ég ítreka bón mína með hliðsjón af því að hér verður greinilega efnisleg umræða, að við ljúkum þessum fundi bara núna. Við höfum þá kannski aðeins meiri tíma til að íhuga þá punkta sem hv. þingmaður kom með og verðum því enn þá betur í stakk búin til að halda áfram með umræðuna á morgun.