143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þetta hefur ekki verið neitt sérstaklega góður dagur fyrir okkur þingmenn, í hvaða flokki sem við erum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við pössum okkur aðeins á því að athuga að við getum komið tilfinningum okkar á framfæri á mjög margbreytilegan hátt. Það er eðlilegt að fólki sé misboðið, það hefur mjög margt gerst hér sem er þess eðlis. Mér finnst mjög vont — ég var ekki viðstödd þegar hæstv. utanríkisráðherra kom með afsökunarbeiðni sína — að ráðherrann dragi hana í raun og veru til baka í kvöld miðað við þær fréttir sem ég hef séð. En ég ítreka það að ég var ekki á staðnum í gærkvöldi og ég sá ekki þessi viðtöl, ég hef aðeins kíkt á netmiðlana. Mig langar að ítreka spurninguna sem hér hefur verið lögð fram af öðrum þingmönnum um það hverju hæstv. ráðherra baðst velvirðingar á.

Síðan held ég að það sé mjög brýnt að utanríkismálanefnd komi saman hið fyrsta til þess að fara yfir forsendur þessara viðræðuslita, sem sagt aðildarslita við Evrópusambandið.