143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég trúi því að forseti reynir hvað hann getur til þess að koma á samkomulagi um að við getum haldið áfram eðlilegum þingstörfum. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að forseti gerði sitt ýtrasta í gær til þess að reyna að fá einhver svör fyrir okkur um hvað væri í gangi og hvernig ætti að afgreiða þessa tillögu, þar til, virðulegi forseti, og ég ætla að leyfa mér að bakka aðeins í tíma, ekki tvö eða þrjú ár og ekki til 2011, heldur bara til klukkan rúmlega tvö í nótt eða klukkan hálfþrjú. Það var náttúrlega algjörlega óþolandi, virðulegi forseti, að hér færi einn hv. þingmaður í sína fyrstu ræðu klukkan hálfþrjú. Það var ekki boðlegt, (Forseti hringir.) virðulegi forseti. Þá olli hæstv. forseti Alþingis (Forseti hringir.) mér miklum vonbrigðum.