143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:14]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Annar aðilinn að verða aðili að hinum? Ég hélt að þetta snerist nú allt um að setjast við borðið ásamt 28 ríkjum og að Evrópusambandið væri ekki einhvers konar fyrirbæri úti í bæ heldur væri það samstarfsvettvangur margra af vinaríkjum okkar.

Virðulegi forseti. Mig langar að biðja hv. þingmann, af því að ég veit að hann er ærlegur og hann svarar skýrt í ræðustóli, að segja mér hvers vegna þessi flýtir er á málinu þannig að menn þurfi að gera ganga fram með þessum hætti. Hvað er það sem vitnað hefur verið til í þessum stóli af stjórnarþingmönnum sem veldur því að menn þurfi nú að grípa í neyðarhemilinn til að slíta viðræðum og ganga þar með lengra en stjórnarsáttmálinn kveður á um? Það er ekki hægt að þræta fyrir að verið er að gera það. Það er allt annað að gera hlé á viðræðum en að slíta þeim beinlínis. Ef hv. þingmaður vildi kannski deila því með okkur hinum (Forseti hringir.) hvers vegna það er gert og hvers vegna þetta neyðarástand hefur skapast.