143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:40]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið undir þessum lið og gera grein fyrir því að ef fer sem fram horfir, að við séum að fara í fyrri umræðu um þetta mál án þess að fyrir liggi samkomulag um hvernig eigi að afgreiða það, án þess að liggi fyrir samkomulag um hvernig stjórnarflokkarnir hyggist koma til móts við tugi þúsunda einstaklinga sem skrifað hafa undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að breyta um taktík og halda öðruvísi á þessum málum, mun þingflokkur Bjartrar framtíðar taka þátt í umræðunni þannig að menn munu reyna að nýta sér þær tvær ræður sem þeir hafa, fyrst tíu mínútur og svo fimm mínútur, og taka þátt í umræðum um fundarstjórn forseta ef þörf krefur. Það er ekki málþóf af hálfu þingflokks Bjartrar framtíðar. Það eru (Forseti hringir.) mjög takmarkaðir möguleikar sem þingmenn hafa til þess að ræða þetta mál, mjög (Forseti hringir.) þröngt sniðinn stakkur í þessum efnum, því miður, (Forseti hringir.) en þannig verður það þá.