143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:47]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að ljóst sé að allt of margar spurningar séu á lofti varðandi þetta mál og þá meðferð sem það ætti að fá í þinginu. Að mínu mati er það besta í stöðunni að taka málið til hliðar eða hleypa fram fyrir það 6. dagskrárliðnum um gjaldskrárlækkanir eins og rætt hefur verið um hér fyrr í dag. Ég geri ráð fyrir því, þótt þessi fundur hafi ekki leitt til niðurstöðu, að samtali formannanna sé ekki lokið um málið. Á meðan getum við rætt mál sem liggur verulega á, eins og þessar gjaldskrárlækkanir, og nýtum tímann. Þá geta formennirnir farið aftur og betur yfir málið í stað þess að setja það hér á dagskrá í svona mikilli upplausn og þegar margt er óljóst.