143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:58]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir það sem hér hefur komið fram og harma að ekki hafi náðst samkomulag. En það er nú bara einu sinni þannig að það næst ekki alltaf samkomulag þó að menn leggi sig fram. Mér heyrist að það séu allmargir hér inni sem ekki hafi haft mikla trú á að samningar næðust. En það er þó einn og einn maður sem ætlar að nota takmarkaðan tíma til efnislegrar umræðu um þetta stærsta stefnumarkandi mál þjóðarinnar.

Mín litla reynsla hér á þinginu segir mér að það sé best að klára þessa umræðu og koma málinu til nefndar, þar fer málefnaleg umræða fram. Þar eru mestar líkur á að samkomulag náist. Ég er alveg (Gripið fram í: … umræðu í þingsal?) sannfærður um það, hleypum þessu máli bara í nefnd (Gripið fram í.) og leysum málin þar. Þetta er eins og hálfgert leikrit hérna. (Forseti hringir.) Hv. þingmenn breytast bara í aðrar persónur þegar þeir koma inn í nefnd (Forseti hringir.) miðað við hvernig þeir eru hér.