143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[19:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn því að við verðum hér lengur í kvöld. Ég fagna því hins vegar að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að halda hér ræðu. Ég er mjög spennt að heyra hvað hann segir, ég segði ósatt ef ég segði það ekki.

Mér finnst hins vegar, virðulegi forseti, betur við hæfi að þegar formaður Sjálfstæðisflokksins tjáir sig um þetta mikilvæga mál sé það gert í björtu. Meðal annars þess vegna segi ég nei við kvöldfundi, ég tel við hæfi að hæstv. ráðherrann segi okkur í björtu hvernig hann ætlar að draga þessa tillögu til baka og hann segi okkur hvernig hann ætlar ekki að svíkja gefin kosningaloforð.