143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[22:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að taka þátt í þessu fundarhaldi með okkur hér. Tillagan kom fram eða var dreift 21. febrúar og mönnum varð eiginlega strax á mánudeginum ljóst hversu mikið höggið var, þ.e. hversu mikill alvarleiki var á ferðinni. Strax þann dag sagði hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson að til greina kæmi að styðja málamiðlunartillögu VG. Hæstv. ráðherra segir að ýmislegt megi læra, átökin hafi verið meiri en æskilegt hafi verið o.s.frv. og hann vilji skoða með hvaða hætti þjóðin geti verið þátttakandi í ákvörðuninni en vísar til þess að hann vilji að stjórnarflokkarnir fari yfir stöðuna. Loks segir hann að honum finnist eðlilegt að vinna að stórum málum í sem bestri sátt.

Mig langar til að spyrja hvað hafi síðan gerst, bæði í samtölum við Framsóknarflokkinn en ekki síst í samtölum innan Sjálfstæðisflokksins.