143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

um fundarstjórn.

[13:50]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er lágmark þegar þingmenn koma hingað upp og gagnrýna ríkisstjórnina að þeir fari með rétt mál. Í síðustu viku var með fárra klukkustunda fyrirvara brugðist við með klukkutímaumræðu, sérstakri dagskrá, sérstakri umræðu um makríl. Í dag eru í það minnsta fimm ráðherrar (Gripið fram í.) til viðtals. (HHj: Er það gustuk, ráðherra?) Það er lágmark (Gripið fram í.) að menn fari með rétt mál.

Hér hefur verið rætt um hvort halda eigi sumarþing eða útskýrt af hverju ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins voru túlkuð af fréttamanni þannig að til stæði að hafa sumarþing. Það er auðvitað eins og forseti hefur lýst. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur sagt að ekkert sé við fundarstjórn forseta að athuga þrátt fyrir að minni hlutinn hafi haldið hér 400–500 ræður og haldi því áfram í þessari viku. Hver einasti kemur hingað upp einu sinni eða tvisvar, hver á fætur öðrum, (Forseti hringir.) til að tala um fundarstjórn forseta sem ekkert er að og eyða þar með tímanum. Það er varla mjög málefnaleg umræða, kæru þingmenn.