143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi fyrri spurninguna um bankaskatt þá er ég ekki ósamþykk því að við innheimtum bankaskatt heldur snýst þetta um hvernig þeim peningum sem við fáum með skatti inn í sameiginlega sjóði er ráðstafað. Ég set spurningarmerki við hvernig það er gert, m.a. í þessu frumvarpi.

Varðandi hina spurninguna, hvort þeir sem eru með heildartekjur upp á 600 þús. kr. séu á háum launum þá ég tel það heldur ekki vera svo. Það er auðvitað alltaf skilgreiningaratriði hvort við eigum að segja að þeir tilheyri þá milli- eða lágmillitekjuhópi. En hins vegar eru því miður aðrir hópar í samfélaginu sem eru enn verr settir, ég tók dæmi um örorkulífeyrisþegana í þeim efnum. Því miður fá þeir ekkert út úr þessum leiðréttingum, eins og ég rakti í ræðu minni, og ég hef verulegar áhyggjur af því.