143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:13]
Horfa

Edward H. Huijbens (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni snögg svör enda stuttur tími. Ég óska þá bara eftir svari við þeirri þriðju núna næst. Ég þakka henni líka fyrir svörin.

Ég er vel læs. Það sem ég var hins vegar að fiska eftir var hugsun, andi og sýn, það þurfti svo sem ekki að lesa fyrir mig greinarnar í frumvarpinu, sem í því er og framtíðarsýn, kannski ekki síst hvað það felur í sér gagnvart til að mynda, eins og hefur komið fram í ræðu, landsbyggð versus höfuðborg, ólíkum tekjuhópum og ólíkum fjölskyldustærðum og gerðum o.s.frv. Hvort hv. þingmaður sé sátt við útfærsluna og í raun og veru hvernig leiðréttingin eða afskriftirnar munu leika um ólíka hópa samfélagsins. Það var þetta sem ég var að fiska eftir.