143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:34]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur fyrir góð og skýr svör og ég deili hennar skoðunum, einnig varðandi aðra hópa eins og leigjendur. Ég treysti á að úrræði hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra verði í þeim anda að ástandið á markaðnum batni, úrræðin verið fjölbreyttari og meira framboð sem lækki verð sannarlega.

Ég vil spyrja hv. þingmann í seinna andsvari hvað henni finnst um verðtrygginguna, hvað hún vilji gera í framhaldinu.