143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[14:47]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og þá vinnu sem hefur verið unnin í þessu sem er um margt til bóta.

Mig langar samt að fá að vita hvaða áhrif hann telur þetta hafa, upphæðin sem gjaldið er núna, á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þola þau þetta síður en stóru fyrirtækin? Mun þetta leiða til einhverrar samþjöppunar? Það er oftast þannig að veikustu hlekkirnir fara fyrst sem er kannski oft í minnstu bæjarfélögunum.

Svo er líka það sem ráðherra sagði um fjölbreytileikann og einstakar afurðir, hvort þetta geti eitthvað stuðað það eins og þegar talað er um saltfiskinn og annað slíkt. Verðið hefur lækkað um 20% sem segir okkur að framlegðin til fyrirtækjanna minnkar kannski um 50%, meira en verðið. Þetta getur óneitanlega haft þær afleiðingar að við missum einhverjar tegundir út úr okkar afurðum. Ég held að við megum ekki við því.