143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[18:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hv. þingmann: Eru þau fjögur stóru sjávarútvegsfyrirtæki, sem ég nefndi, ekki líka í bolfiski? Ættu þau ekki að rísa þar undir hærra veiðigjaldi? Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að ekki eigi að taka inn í þessa breytu þá miklu aflaaukningu sem hefur verið í þorski á síðustu tveim fiskveiðiárum, 20 þús. tonn á árunum 2012/2013 og 14 þús. tonn á árunum 2013/2014 sem gera samanlagt 76 millj. kr. ef þetta væri framselt. Mig langar að heyra frá honum hvort hann sé sammála hæstv. sjávarútvegsráðherra sem hefur lagt upp með að það eigi að leigja makrílinn.

Ég vildi líka gjarnan að hann rökstyddi hvaða gögn liggja fyrir sem sýna að útgerðin standi frammi (Forseti hringir.) fyrir miklum erfiðleikum.