143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[20:35]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Jú, svo sannarlega geri ég það. Eins og ég sagði áðan finnst mér í rauninni flest það sem ríkisstjórnin hefur gert og varðar skattamál, álögur í formi gjaldskráa eða annað slíkt miða í eina átt, þ.e. þeir sem lægstar tekjur hafa eða eru fátækastir bera skarðan hlut frá borði, það er bara þannig.

Það er auðvitað sorglegt, eins og hv. þingmaður benti á, að bara sú hækkun sem þeim er gert að sæta sem þurfa að sækja sér tal- og iðjuþjálfun dekkar nánast þá lækkun sem á vissulega jafnt yfir alla að ganga, þ.e. alla þá sem neyta áfengis og tóbaks og eiga bíla, því að það er líka fullt af fólki sem á ekki bíla. Þetta kemur klárlega eða kemur sér síður vel, (Forseti hringir.) mundi ég segja a.m.k., miðað við það sem hitt hefði getað gert.